Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   lau 05. júlí 2025 20:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Markvörður Chelsea hrósaði Cecilíu í hástert
Icelandair
EM KVK 2025
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: EPA
Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti mjög góðan leik í fyrsta leik Evrópumótsins gegn Finnlandi. Hún var besti leikmaður íslenska liðsins.

Cecilía, sem er 21 árs, var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Hún gekk á dögunum í raðir Inter á Ítalíu og þykir einn mest spennandi markvörður Evrópu.

Livia Peng, sem nýverið gekk í raðir Chelsea, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í Bern í dag. Hún mun verja mark Sviss gegn Íslandi á morgun en á fundinum spurði fréttamaður Fótbolta.net hana út í Cecilíu.

„Þegar við spiluðum gegn þeim fyrr á þessu ári var hún mjög góð. Hún er ung og er mjög góður markvörður," sagði Peng, sem er 23 ára gömul, við spurningu Fótbolta.net.

„Hún er líka mjög góð í fótunum og getur sparkað langt. Við þurfum að vera tilbúin fyrir það."
Athugasemdir
banner