
Stelpurnar okkar á Evrópumótinu í Sviss fengu góða sendingu frá Íslandi á dögunum.
Dúkurinn á myndinni sem fylgir þessari frétt hékk á TM mótinu í Eyjum fyrir stuttu og er hann áritaður af stelpum í 5. flokki kvenna sem senda liðinu góða strauma á mótinu í Sviss.
Dúkurinn á myndinni sem fylgir þessari frétt hékk á TM mótinu í Eyjum fyrir stuttu og er hann áritaður af stelpum í 5. flokki kvenna sem senda liðinu góða strauma á mótinu í Sviss.
Dúkurinn er hluti af herferðinni „Skrifum söguna saman“ á vegum Landsbankans. Hægt er að senda rafræna áritun til íslenska landsliðsins hérna og styðja þær áfram til góðra verka á Evrópumótinu.
Íslenska liðið spilar við Sviss á morgun í öðrum leik sínum á EM og er mikilvægt að taka sigur þar til að eiga möguleika á því að komast áfram.
Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir