Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 05. júlí 2025 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Andstæðingur Íslands sú sem er með langflesta fylgjendur
Icelandair
EM KVK 2025
Alisha Lehmann.
Alisha Lehmann.
Mynd: EPA
Alisha Lehman er í leikmannhópi Sviss sem mætir Íslandi á Evrópumótinu annað kvöld.

Lehmann er 26 ára gömul og á að baki 60 landsleiki fyrir Sviss. Hún er í dag leikmaður Juventus en lék áður með West Ham og Aston Villa á Englandi.

Af núverandi fótboltakonum er hún sá leikmaður sem er með langflesta fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram. Hún er með 16,7 milljónir fylgjenda á þeim miðli þar sem hún deilir alls konar myndum sem eru ekki allar fótboltatengdar.

Sú sem kemst næst henni er Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, sem er með 3,2 milljónir fylgjenda.

Þess má geta að Lehman var ónotaður varamaður í fyrsta leiknum á EM gegn Noregi sem endaði með 1-2 sigri Norðmanna; hún kom ekkert við sögu þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner