Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. október 2017 21:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslendingar kalla eftir fálkaorðu á Pyry Soiri
Icelandair
Pyry Soiri.
Pyry Soiri.
Mynd: Twitter
Íslenska landsliðið er með örlögin í höndum sér fyrir lokaleik sinn í undankeppni HM gegn Kosóvó á mánudaginn.

Þetta var ljóst eftir öruggan 3-0 sigur Íslands á Tyrklandi í kvöld en á sama tíma gerði Króatía 1-1 jafntefli gegn Finnlandi.

Króatía leiddi lengi, en í uppbótartíma tókst Finnum að jafna. Markið skoraði Pyry Soiri, 23 ára gamall strákur sem er á mála hjá Shakhtyor Soligorsk í Hvíta-Rússlandi.

Óhætt er að segja að Soiri sé mjög vinsæll hér á landi í augnablikinu. Það er honum að þakka að Ísland getur tryggt sér farseðilinn til Rússlands með sigri gegn Kosóvó á mánudaginn.

Margir hafa m.a. kallað eftir því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gefi Soiri fálkaorðu.

Hér að neðan er brot af umræðunni á Twitter.

















Athugasemdir
banner
banner
banner