Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. ágúst 2018 07:30
Gunnar Logi Gylfason
Hallur Kristján orðinn næstmarkahæstur á Íslandsmóti
Hallur Kristján Ásgeirsson
Hallur Kristján Ásgeirsson
Mynd: Hallur Kristján Ásgeirsson
Hallur Kristján Ásgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Álafoss úr Mosfellsbæ í 2-2 jafntefli liðsins gegn Kóngunum í gær.

Seinna markið skoraði Hallur úr víti og var það hans 214. mark á Íslandsmóti sem gerir hann að næst markahæsta leikmanni Íslandsmótsins í sögunni.

Hallur hefur spilað í 4. deildinni frá árinu 2013 en hann hefur spilað í öllum deildum Íslandsmótsins.

Hann á Íslandsmet í mörgum félagaskiptum, 35 talsins. Það fyrsta kom árið 1996 og það síðasta í maí síðastliðnum er hann skipti úr Hvíta riddaranum yfir í Álafoss.

Hér að neðan má sjá þrjá markahæstu menn Íslandsmótsins þar sem mörkin eru inn í sviga. Hallur mun eflaust ná að bæta fljótlega.

Vilberg Marinó Jónasson (217)
Hallur Kristján Ásgeirsson (214)
Valdimar K. Sigurðsson (212)
Athugasemdir
banner
banner