Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. ágúst 2018 21:02
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Benfica og BATE í erfiðri stöðu
Lozano skoraði í góðum sigri PSV.
Lozano skoraði í góðum sigri PSV.
Mynd: Getty Images
Hirving Lozano og Alexander Hleb skoruðu báðir er BATE Borisov fékk PSV Eindhoven í heimsókn í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Finnski sóknarmaðurinn Jasse Tuominen kom BATE yfir snemma leiks og jafnaði Gaston Pereiro úr vítaspyrnu.

Lozano, sem var stjarna Mexíkó á HM í sumar, kom PSV yfir en Hleb, fyrrverandi leikmaður Arsenal og Barcelona, jafnaði undir lokin.

Jöfnunarmark Hleb var þó ekki nóg því Donyell Malen gerði sigurmark PSV einni mínútu síðar og eru Hollendingarnir í góðum málum fyrir síðari leikinn á heimavelli.

Benfica gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við PAOK og er erfiður útileikur framundan hjá portúgölsku risunum.

Þá var markalaust hjá Rauðu stjörnunni og Salzburg í Belgrad. Rauða stjarnan þarf því að skora mark á útivelli til að komast áfram.

BATE 2 - 3 PSV Eindhoven
1-0 Jasse Tuominen ('9)
1-1 Gaston Pereiro ('35, víti)
1-2 Hirving Lozano ('61)
2-2 Alexander Hleb ('88)
2-3 Donyell Malen ('89)

Benfica 1 - 1 PAOK
1-0 Pizzi ('45, víti)
1-1 Amr Warda ('76)

Crvena zvezda 0 - 0 Salzburg
Athugasemdir
banner
banner
banner