Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. september 2018 11:12
Elvar Geir Magnússon
Nýtt myndband: Kuldaleg samskipti milli Pogba og Mourinho í morgun
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Eftir tap Manchester United gegn Derby í enska deildabikarnum í gærkvöldi staðfesti Jose Mourinho að Paul Pogba yrði ekki aftur með fyrirliðabandið á meðan hann væri stjóri.

Pogba var ekki í leikmannahópi United en fylgdist með úr stúkunni. Það hafa verið deilur í gangi milli hans og Mourinho og sögusagnir um að franski heimsmeistarinn vilji yfirgefa Old Trafford.

Sky Sports tók upp myndbandið hér að neðan en þar má sjá kuldaleg samskipti milli Pogba og Mourinho á æfingu Manchester United í morgun. Hvað fór á milli þeirra? Það er spurningin sem enskir fjölmiðlar velta nú fyrir sér.


The Times hefur eftir ónefndum heimildarmanni að Mourinho hafi tilkynnt leikmönnum í gær að Pogba yrði ekki fyrirliði aftur.

„Hann sagði að Pogba væri ekki með þá þætti sem fyrirliði ætti að hafa og Manchester United væri stærra en einstaklingur. Leikmenn voru ánægðir með ákvörðunina og skildu ástæðurnar bak við hana," segir í Times.

Sjá einnig:
Martin Keown: Mourinho er í stríði við leikmennina

Mourinho er ekki sáttur með ummæli og frammistöðu Pogba gegn Úlfunum síðasta laugardag. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en eftir leik gagnrýndi Pogba leikstílinn hjá Man Utd í leiknum.

„Þegar við erum á heimavelli þá ættum við að sækja, sækja, sækja. Þannig á það að vera á Old Trafford, við eigum að gera mikið betur gegn Wolves á heimavelli," sagði Pogba
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner