Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   fim 18. júlí 2019 13:45
Brynjar Ingi Erluson
Mario Hermoso til Atlético Madrid (Staðfest)
Spænska félagið Atlético Madrid er búið að ganga frá kaupum á spænska varnarmanninum Mario Hermoso en hann kemur frá Espanyol.

Hermoso, sem er 24 ára gamall, er uppalinn í Madríd en spilaði fyrir öll yngri lið Real Madrid áður en Espanyol keypti hann árið 2017.

Spilamennska hans með Espanyol tryggði honum sæti í spænska landsliðinu á síðasta ári en hann á 3 A-landsleiki að baki fyrir Spán.

Hann er nú genginn í raðir Atlético en kaupverðið er í kringum 30 milljónir evra og gerði hann fimm ára samning við Atlético í dag.

Real Madrid mun fá 12,5 milljónir evra af kaupverðinu en Hermoso er áttundi leikmaðurinn sem Atlétci fær í sumar. Félagið er nú þegar búið að fá Joao Felix, Hector Herrera, Marco Llorente, Kieran Trippier, Renan Lodi, Felipe og Ivan Saponjic.



Athugasemdir
banner
banner