Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. september 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
England ekki tapað leik í undankeppni í tíu ár
Valon Berisha knúsar Raheem Sterling í leiknum í gær
Valon Berisha knúsar Raheem Sterling í leiknum í gær
Mynd: EPA
Enska karlalandsliðið hefur ekki tapað leik í undankeppnum EM og HM í tíu ár.

Robert Green stóð á milli stanganna og var síðan rekinn af velli er Serhiy Nazarenko skoraði fyrir Úkraínu í 1-0 sigrinum á Englandi árið 2009 en það gerðist í undankeppni HM 2010.

Síðan þá hefur enska landsliðið ekki tapað leik í undankeppni EM og HM en það eru 43 leikir.

England var þó nálægt því að tapa fyrir Skotlandi í undankeppni HM 2018 en Harry Kane jafnaði undir lok leiks. Svipað gerðist gegn Úkraínu árið 2012 en Frank Lampard jafnaði þá undir lokin úr vítaspyrnu.

England vann Kósóvó 5-3 í gær og eru því tíu ár síðan liðið tapaði síðast leik í undankeppni. Það er met en næsta lið sem kemst næst því er Spánn sem tapaði ekki í 27 en liðið tapaði gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2016 og hrinan því á enda.
Athugasemdir
banner
banner
banner