Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. september 2019 18:24
Brynjar Ingi Erluson
Man City ætlar að reisa styttu af Kompany
Vincent Kompany er goðsögn hjá Manchester City
Vincent Kompany er goðsögn hjá Manchester City
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City hefur staðfest að það ætli sér að reisa styttu af belgíska varnarmanninum Vincent Kompany fyrir utan Etihad-leikvanginn.

Kompany, sem er 33 ára gamall, yfirgaf Manchester City eftir síðasta tímabil eftir ellefu ár hjá félaginu en hann vann ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn fjórum sinnum og FA-bikarinn tvisvar.

Hann var fyrirliði liðsins í átta ár áður en hann samdi við Anderlecht eftir síðasta tímabil og er hann nú spilandi þjálfari belgíska liðsins.

Manchester City staðfesti í tilkynningu í dag að félagið ætli sér að reisa styttu af Kompany fyrir utan leikvanginn.

„Khaldoon Al Mubarak, eigandi Manchester City, hefur opinberað að félagið ætli sér að reisa styttu af Vincent Kompany sem er tileinkað honum og árangri hans með félaginu og verður hún reist fyrir utan Etihad-leikvanginn," stóð í yfirlýsingu Man City.
Athugasemdir
banner
banner