Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. september 2019 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leicester leiðir kapphlaupið um Cameron John
Mynd: Getty Images
Cameron John, lánsmáður Wolves hjá Doncaster Rovers, hefur heillað njósnara frá félögum í ensku úrvalsdeildinni.

Leicester og Crystal Palace hafa auga stað á þessum tvítuga miðverði og þá hefur Middlesbrough einnig áhuga.

John hefur skorað tvö mörk í átta byrjunarliðsleikjum í haust. Hann er einnig með góða tölfræði þegar kemur að tæklingum, hreinsunum og skallaeinvígum.

John var nokkrum sinnum í hóp hjá Wolves í fyrra en fékk að spila. Samningur hans á að renna út næsta sumar en Wolves getur framlengt samningin um eitt ár.

Ef John fer til Leicester yrði hann líklega í mestri samkeppni við Soyuncu, Benkovic og Johnny Evans.
Athugasemdir
banner
banner
banner