Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 11. október 2019 17:00
Elvar Geir Magnússon
Emery veit að krafa er sett á Meistaradeildarsæti
Unai Emery, stjóri Arsenal.
Unai Emery, stjóri Arsenal.
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Arsenal, hefur fengið þau skilaboð að ekkert annað sé í boði á þessu tímabili en að landa Meistaradeildarsæti.

Arsenal endaði í fimmta sæti á fyrsta tímabilinu undir stjórn Spánverjans og komst í úrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið tapaði gegn Chelsea.

Í sumar hefur Emery opnað veskið fyrir leikmenn á borð við Nicolas Pepe sem kostaði 72 milljónir punda, varnarmennina Kieran Tierney og David Luiz, sóknarmanninn unga Gabriel Martinelli og spænska landsliðsmanninn Dani Ceballos sem kom á láni frá Real Madrid.

Arsenal er sem stendur í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir meisturunum í Manchester City.

Raul Sanllehi, yfirmaður fótboltamála hjá Arsenal, fer ekki leynt með að krafa sé sett á Emery að skila Meistaradeildarsæti fyrir næsta tímabil.

„Við rétt misstum af Meistaradeildarsæti á síðasta tímabili. En við höfum sagt við Unai að á þessu tímabili, með sterkari leikmannahóp, þá er krafan sett á að ná því," segir Sanllehi.

Hann var spurður út í Mesut Özil sem hefur verið skilinn eftir utan leikmannahópsins að unfanförnu.

„Unai hefur unnið eftir því að spila á þeim leikmönnum sem leggja hart að sér á æfingum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner