Miðjumaðurinn Toby Collyer var endurkallaður úr láni hjá West Bromwich Albion um daginn.
Hann er því staddur í Manchester þessa stundina en enskir fjölmiðlar greina frá því að Ruben Amorim þjálfari Man Utd ætli ekki að nýta sér krafta leikmannsins þrátt fyrir mikla manneklu á miðjunni vegna meiðslavandræða.
Collyer varði fyrra hluta tímabilsins á láni hjá West Brom í Championship deildinni og fékk aðeins tvo byrjunarliðsleiki með liðinu. Hann kom við sögu í tíu öðrum leikjum en var einnig að glíma við meiðslavandræði á dvöl sinni hjá félaginu.
Collyer er 22 ára gamall varnartengiliður sem er með eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Rauðu djöflana.
Samkvæmt ensku miðlunum verður hann lánaður aftur út í janúar sem þýðir að hann getur ekki spilað fyrir Man Utd útaf því að einn leikmaður má ekki spila fyrir þrjú mismunandi félagslið á sömu leiktíð. Ef Collyer tekur þátt í keppnisleik með Man Utd er ljóst að félagið þarf að senda hann í deild þar sem nýtt keppnistímabil hefst á næstu vikum eða mánuðum, til dæmis til Skandinavíu eða Bandaríkjanna, svo hann verði löglegur.
01.01.2026 18:09
Collyer snýr aftur til Man Utd (Staðfest)
Athugasemdir




