Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   fim 17. október 2019 11:45
Elvar Geir Magnússon
Gascoigne hreinsaður af sök
Paul Gascoigne er saklaus yfir ásökunum um kynferðislegt ofbeldi gagnvart konu.

Gascoigne, sem er 52 ára, var handtekinn á Durham lestarstöðinni á síðasta ári.

Hann er sakaður um að hafa káfað á konu í lest en málið var tekið fyrir hjá dómstólum og Gascoigne hreinsaður af sök.

Gascoigne lék á sínum tíma 57 landsleiki fyrir England en hann hefur lengi verið að berjast við áfengisvandamál og stundum verið nær dauða en lífi vegna fíkninnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner