Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 20. október 2019 19:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Væri stoltur ef ég væri Ole - Klopp líkaði ekki matseðillinn
Mourinho heilsar stuðningsmönnum Manchester United á Old Trafford.
Mourinho heilsar stuðningsmönnum Manchester United á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Klopp og Ole Gunnar Solskjær á hliðarlínunni.
Klopp og Ole Gunnar Solskjær á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, var á Old Trafford í dag og sá þar sína fyrrum lærisveina gera jafntefli gegn Liverpool.

Leikurinn endaði 1-1. Adam Lallana jafnaði á 85. mínútu eftir að Marcus Rashford jafnaði í fyrri hálfleik.

Þetta eru fyrstu stigin sem Liverpool tapar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

„Ég held að Jurgen Klopp hafi reynt að gefa Manchester United mismunandi vandamál til að leysa. Hann gaf þeim vandamál og var verðlaunaður fyrir það. Á sama tíma, held ég að Ole og United séu vonsviknir eftir að hafa gefið svona mikið í leikinn. Ein mistök kostuðu Unted tvö stig," sagði Mourinho, sem var sérfræðingur á Sky Sports í dag.

„United var með plan, þeir héldu sig við það og það spurning í hálfleik hvort þeim tækist að halda uppi sama krafti í 90 mínútur. Það tókst ekki og jafntefli eru líklega sanngjörn úrslit."

„Ef ég væri Ole, þá væri ég stoltur."

Mourinho sagði einnig:

„Klopp líkaði ekki matseðillinn. Honum finnst kjöt gott, en fékk fisk að borða."

„United, með þær takmarkanir sem þeir hafa um þessar mundir, spiluðu með fimm manna varnarlínu, voru þéttir og buðu Liverpool ekki upp á marga möguleika. Jurgen Klopp líkaði ekki matseðillinn."

„Liverpool vantaði gæði til að spila gegn liði sem verst aftarlega á vellinum."

„Liverpool hefur unnið svo marga leiki, en þeim gengur illa að spila gegn liðum með vörnina aftarlega. Þeir geta valtað yfir andstæðinga sem spila eins og Liverpool vill að þeir spili."

„Það er sérstakt að vinna á Old Trafford, en Klopp hefur aldrei gert það," sagði Jose Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner