sun 10. nóvember 2019 06:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Fyrstu 50 deildarleikir Emery verri en síðustu 50 hjá Wenger
Það gengur lítið sem ekkert upp hjá Arsenal þessa dagana og margir stuðningsmenn félagsins vilja stjórann Unai Emery burt.

Athyglisverð tölfræði birtist í gærkvöldi eftir 2-0 tap Arsenal gegn Leicester City.

Í síðustu 50 deildarleikjum Arsene Wenger með Arsenal vann liðið 27 leiki, gerði 7 jafntefli og tapaði 16, sem gerir samtals 88 stig.

Þegar fyrstu 50 deildarleikir Unai Emery með Arsenal eru bornir saman við þessa tölfræði kemur í ljós að árangur Emery er verri en í síðustu 50 leikjum Wenger.

Af síðustu 50 deildarleikjum hefur Emery unnið 25, gert 12 jafntefli og tapað 13.


Athugasemdir
banner
banner