Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 04. desember 2019 22:45
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Ég veit að Rashford er hættulegur á kantinum
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho mætti á Old Trafford fyrr í kvöld með lærisveinum sínum í Tottenham. Þetta var hans fyrsti leikur á sínum gamla heimavelli eftir brottreksturinn frá Manchester United fyrir ári síðan.

Marcus Rashford kom heimamönnum yfir og jafnaði Dele Alli fyrir leikhlé. Rashford gerði svo sigurmark Man Utd úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks.

„Við áttum aldrei að fá þetta mark á okkur í byrjun seinni hálfleiks. Við vorum sofandi í innkasti og leyfðum Marcus Rashford að komast inn í teig. Hann var snjall og beið eftir snertingunni til að fiska vítaspyrnuna," sagði Mourinho við BBC Sport að leikslokum.

„Þeir byrjuðu betur í fyrri hálfleik og áttu jafnvel skilið að fara í 2-0 en svo tókum við stjórn á leiknum. Þetta mark eftir leikhlé skipti sköpum.

„Dele stóð sig vel og reyndi allt til að hafa jákvæð áhrif á leikinn. Ég veit að Rashford er afar hættulegur á vinstri kantinum. Strákarnir vissu allt um það en gátu ekki stöðvað hann."

Man Utd er komið einu stigi yfir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og eru liðin að berjast um að komast í Evrópusæti.

„Þetta er skref afturábak gegn keppinauti í Evrópubaráttunni. Við gerðum mistök en það þýðir ekkert að gráta útaf þeim núna, það er erfiður leikur framundan næsta laugardag.

„Ég er ánægður með móttökurnar sem ég fékk hérna, þetta var það sem ég bjóst við."

Athugasemdir
banner
banner