Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. desember 2019 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Getum ekki hugsað um skammtímaárangur
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford var hetja Manchester United gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Rashford skoraði fyrsta mark leiksins og var staðan 1-1 í hálfleik. Ungstirnið fiskaði vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks, steig sjálfur á punktinn og skoraði það sem reyndist sigurmarkið.

Ole Gunnar Solskjær var ánægður með frammistöðu sinna manna og þá sérstaklega hjá Rashford.

„Það er alltaf gott að sigra. Strákarnir eru stöðugt að læra og bæta sig og í kvöld vorum við frábærir stærsta hluta leiksins," sagði Solskjær.

„Þetta er besta frammistaða Rashford undir minni stjórn. Hann var þroskaður og sterkur gegn góðum úrvalsdeildarleikmönnum. Hann fékk nokkur færi og var mjög líflegur, það var eins og hann væri á leikvelli eða að spila fótbolta í garðinum hjá vini sínum.

„Stigin þrjú eru ótrúlega mikilvæg. Við erum búnir að gera alltof mikið af jafnteflum í haust og höfum tapað forystu niður alltof oft. Við erum vonandi búnir að læra eitthvað af mistökunum í síðustu tveimur leikjum á undan þessum."


Solskjær hefur legið undir gagnrýni í haust vegna slæms gengis. Sigurhlutfall hans með Man Utd er mun verra heldur en hjá forverum hans en þó heldur hann sæti sínu í stjórastólnum.

„Við erum að endurbyggja þetta félag og þá getum við ekki hugsað um árangur til skamms tíma. Tilfinningin í kringum félagið mun breytast um leið og við vinnum þrjá eða fjóra leiki í röð."
Athugasemdir
banner
banner
banner