banner
   þri 24. janúar 2006 01:54
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Stuðningsmannasíða Keflavíkur | Keflavík.is | SMH.com.AU 
Andlit Coca Cola í Asíu æfir með Keflavík
Buddy Farah
Buddy Farah
Mynd: Getty Images
Keflavík fær í dag varnarmanninn Buddy Farah til reynsluæfinga hjá sér. Hann er 26 ára gamall varnarmaður sem kemur frá Ástralíu en hefur einnig spilað fyrir Líbanon. Hann spilaði í fyrra í Malasíu.

Buddy Farah mun verða hér á landi fram yfir mánaðarmót og æfa með Keflavík.

Hann er ekki bara þekktur fyrir frammistöðu sína á fótboltavellinum því í mið austurlaöndum getur hann ekki gengið um án þess að fólk snúi sér í hálsliðnum enda er mynd af honum í dagblaðaauglýsingum, plakötum og gosdrykkjum því hann er andlit Coca Cola þar.

Hann er borinn og barnfæddur í Ástralíu en eftir að litið var framhjá honum í vali á landsliði Ástrala sem lék á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000 ákvað hann að spila með landsliði Líbanon en hann mun spila gegn Ástralíu síðar í mánuðinum er Asíubikarinn hefst því liðin drógust saman í riðli.

Hann á að baki 20 landsleiki fyrir Líbanon en hefur ekkert spilað í tvö ár eða síðan hann lenti í deilum við sitt gamla félag, Nejmeh í Beirút um greiðslur. Hann hætti með liðinu um mitt ár 2004 en var kominn aftur til Wolves í áströlsku úrvalsdeildinni eftir að hafa verið síðasta árið í Malasíu.

Í viðtali 6. janúar síðastliðinn sagði hann.

,,Ég fékk tilboð um að fara til Íslands, en ég veit ekki hvort það sé þess virði núna," sagði Buddy. ,,Mér fannst ég nægilega góður til að spila í A-deildinni, en enginn spurði mig. En þetta gæti verið frábær verslunargluggi, svo ég ætla að vera áfram hjá Bankstown núna og sjá hvað gerist."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner