Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 21. júní 2010 14:30
Hörður Snævar Jónsson
Ólafur Kristjánsson: Hugsa að gjaldkerinn sé sáttur
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Breiðabliks er ánægður með þann drátt sem liðið fékk í Evrópudeildinni.

Breiðablik kemur inn í 2. umferð og mætir Motherwell frá Skotlandi en liðið endaði í fimmta sæti skosku deildarinnar á síðustu leiktíð.

Þetta er í fyrsta sinn sem Breiðablik tekur þátt í Evrópukeppni en liðið vann VISA-bikarinn á síðustu leiktíð sem tryggði liðinu þáttökurétt í Evrópukeppni.

,,Ég er mjög sáttur við þetta, ég veit ekki alveg hvaða aðrir möguleikar voru. Miðað við það sem ég var búinn að sjá í gær miðað við styrkleikaflokkana þá hefðum við getað fengið verra ferðalag og andstæðinga sem við þekkjum lítið til," sagði Ólafur í samtali við Fótbolta.net.

,,Við vitum alltaf eitthvað um skoskan fótbolta þó maður viti ekki mikið um Motherwell þá veit maður hvernig Skotar spila," sagði Ólafur sem er ánægður með ferðalagið.

,,Við förum bara á Glasgow, sem passar mjög vel. Ég hugsa að gjaldkerinn sé sáttur, þú sérð að Fylkir fer til Hvíta-Rússlands, FH fær Bate aftur og KR í efri styrkleikaflokki fá heppilegan andstæðing og gott ferðalag. Þessir hlutir skipta máli, að fá breskt lið er líka flott, okkur líkar vel við breskan fótbolta."

,,Skotar eru með frábært fólk, það er gaman að sækja þá heim og fá þá til sín."


Ólafur lék með FH á sínum tíma og tók þátt í fyrsta leik liðsins í Evrópukeppni en þá mætti FH skoska liðinu, Dundee. Núna er Breiðablik í fyrsta sinn í Evrópukeppni og mætir þar skosku liðið eins og fyrr segir.

,,Þegar FH lék sinn fyrsta Evrópuleik þá spiluðum við gegn Dundee og í Skotland. Það virðist vera þannig að þegar ég fer í Evrópukeppni þá mæti ég skosku liði og það er bara gaman."

Hann segist lítið þekkja til liðsins en segir liðið fara í alla leiki til þess að vinna.

,,Ég þekki ekkert til liðsins en maður á alltaf möguleika. Ætli það sé ekki 70 á móti 30 í möguleikum, ef maður horfir á þetta svona blákalt. Það er vont samt sem áður að setja tölur á þetta. Við reynum að mæta skipulagðir til leiks og spila okkar leik, við erum með í þessu til að reyna að komast áfram," sagði Ólafur að lokum í samtali við Fótbolta.net.
banner
banner