Trausti Hjaltason framkvæmdastjóri ÍBV sem hér er í leik með KFS spjallaði við útvarpsþáttinn Fótbolta.net í dag.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net sem var á dagskrá í dag þrátt fyrir Verslunarmannahelgi er kominn á netið.
Þáttastjórnendur fóru þar ítarlega yfir stöðuna á Íslandsmótinu en nú eru línur farnar að skýrast í flestum deildum.
Þá var einnig hringt til Vestmannaeyja þar sem Eyjamenn fá mikinn fjölda í heimsókn á Þjóðhátíð um helgina og stemningin skoðuð hjá toppliði ÍBV. Trausti Hjaltason framkvæmdastjóri knattspyrnudeildarinar sat fyrir svörum.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að ofan.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson en ef þú hefur eitthvað fram að færa í þáttinn er tölvupósturinn [email protected]. Hægt er að hlusta á X-ið á netinu með því að smella hérna
Smelltu hér til að hlusta á eldri útvarpsþætti




