Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   fim 01. febrúar 2018 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Kristó: Óska Binna góðs gengis í Færeyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Sigurgeirsson, þjálfari Leiknis R., segir sína menn ekki hafa verið tilbúna í leikinn gegn Fjölni fyrr í kvöld.

Fjölnir valtaði yfir Leikni í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins með fimm mörkum gegn engu.

Lestu um leikinn: Fjölnir 5 -  0 Leiknir R.

„Það var heldur betur ströggl og Fjölnisliðið var hrikalega sprækt og við áttum ekki breik," sagði Kristó að leikslokum.

„Þeir sýndu meiri hungur og vilja. Við vorum kannski ekki nógu mótiveraðir í þetta."

Kristó hrósaði ungu strákunum hjá Fjölni og sagðist þekkja til gæða þeirra af eigin reynslu frá tíma sínum hjá Fjölni fyrir fjórum árum.

Hann telur sig vanta nokkra leikmenn í hópinn eftir að hafa misst lykilmenn eftir síðasta tímabil.

„Staðan er svolítið snúin. VIð erum búnir að missa hrygginn okkar. Það er Dóri, Binni er væntanlega að fara til Færeyja, Raggi og Kolli. Þarna ertu með fjóra gaura sem spiluðu lungað af leikjunum í fyrra.

„Það sem pirrar mig mest er þetta Reykjavíkurmót. Við þurfum að vera með alla löglega á meðan við erum að horfa á liðin í kringum okkur taka gaura á prufur, sem er það sem við þyrftum að gera núna.

„Það er Ameríkani, hafsent, hjá okkur, það er að koma Dani á laugardaginn og það verður eitthvað meira, við þurfum að stækka aðeins hópinn hjá okkur. Hópurinn er mjög ungur eins og sást í dag, mikið af strákum sem eru jafnvel á fyrra ári í 2. flokk."


Brynjar Hlöðversson, lykilmaður hjá Leikni, mun líklega spila í Færeyjum næsta sumar og óskar Kristó honum góðs gengis. Brynjar er á leið til HB en Heimir Guðjónsson tók við liðinu í vetur.

„Það bendir allt til þess að hann sé að fara til Færeyja og ég get ekki annað en óskað honum góðs gengis þar. Stórkostlegur maður hann Binni Hlö."
Athugasemdir