Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
   mán 22. september 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri Fannar reynst KR óþægur ljár í þúfu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Andri Fannar Stefánsson, leikmaður KA, kom inn á gegn KR í neðri hlutanum í Bestu deildinni í gær og innsiglaði 4-2 sigur KA með marki í uppbótatíma.

Hann hefur ollið usla gegn KR í sumar en þetta var aðeins annar leikurinn hans í sumar. Fyrsti leikurinn var einmitt gegn KR í fyrstu umferð. Þá kom hann inn á 84. mínútu og fjórum mínútum síðar fékk Aron Sigurðarson rautt spjald fyrir að gefa Andra olnbogaskot.

Lestu um leikinn: KA 4 -  2 KR

Andri Fannar var að spila sinn 200. leik í efstu deild í gær en hann er ekki þekktur fyrir mikla markaskorun en þetta var aðeins þriðja mark hans í efstu deild.

Hann 34 ára og er uppalinn í KA. Hann lék sinn fyrsta leik árið 2008. Hann var á mála hjá Val frá 2011-2018 en lék á láni hjá Leikni árið 2014. Hann sneri síðan aftur í KA og verið þar síðan. Hann hefur alls leikið 417 KSÍ leiki og skorað 27 mörk. Þá hefur hann spilað fjóra leiki í Evrópukeppni.

„Nefni Andra Fannar sem að hefur ekki fengið mikinn spiltíma í sumar, hann kemur og spilar vel og hlýjar hjartarótum þjálfarans að sjá hann skora líka! Það var mjög gaman," sagði Hallgrímur Jónasson um Andra Fannar í viðtali á Fótbolta.net eftir leikinn í gær.
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Athugasemdir
banner
banner