Afturelding gerði jafntefli gegn ÍBV í Eyjum í dag. Tryggvi Guðmundsson, goðsögn í Eyjum, tók viðtal við Magnús Má Einarsson, þjálfara Aftureldingar, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: ÍBV 1 - 1 Afturelding
„ÍBV voru betri og fengu fleiri færi í þessum leik. Miðað við hvernig leikurinn spilaðist er ég mjög sáttur með að fara með stigið. Aron bjargar stiginu með frábærri aukaspyrnu í lokin, svipað og þú hefur sett á þessum velli áður," sagði Magnús Már.
„Fyrir leik vildum við nátturulega vinna en mér fannst margt vanta upp á hjá okkur í dag. Það vantaði meiri gleði í spilamennskuna og það sem við vorum að leggja upp með gekk ekki nógu vel. Máttum líka vera grimmari á ýmsum mómentum. Hins vegar var frábært að ná að jafna, það sýnir trúna í liðinu. Ánægður með hjarta og trúna en hefði viljað sjá betri spilamennsku."
Afturelding er á botni deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn KA sem er á toppnum í neðri hlutanum.
„Þar verðum við að fá stuðning eins og við fengum í dag. Geggjað að sjá Mosfellinga mæta í dag, ég veit að það voru margir heima í Mosfellsbæ að horfa á leikinn. Nú þurfum við að fá alla á völlinn, það er mikilvægasti leikurinn í sumar að mínu mati. Við þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu og vinna KA, það er ekkert annað í boði," sagði Magnús Már.
„Það á mikið eftir að gerast áður en síðasta sparkið verður tekið í boltanum í sumar. Fjórir leikir eftir og við þurfum að horfa á næsta leik á móti KA. Við verðum að vinna þann leik, það er leikur sem við förum í á fullum þunga."
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KA | 23 | 9 | 5 | 9 | 33 - 41 | -8 | 32 |
2. ÍBV | 23 | 8 | 6 | 9 | 25 - 29 | -4 | 30 |
3. Vestri | 23 | 8 | 3 | 12 | 23 - 32 | -9 | 27 |
4. ÍA | 23 | 8 | 1 | 14 | 30 - 43 | -13 | 25 |
5. KR | 23 | 6 | 6 | 11 | 44 - 55 | -11 | 24 |
6. Afturelding | 23 | 5 | 7 | 11 | 30 - 40 | -10 | 22 |
Athugasemdir