Eistland 2 - 4 Ísland
1-0 ('16)
2-0 ('35)
2-1 Benjamín Björnsson ('61)
2-2 Arnar Bjarki Gunnleifsson ('79)
2-3 Bjarki Örn Brynjarsson ('83)
2-4 Arnar Bjarki Gunnleifsson ('86)
1-0 ('16)
2-0 ('35)
2-1 Benjamín Björnsson ('61)
2-2 Arnar Bjarki Gunnleifsson ('79)
2-3 Bjarki Örn Brynjarsson ('83)
2-4 Arnar Bjarki Gunnleifsson ('86)
Íslenska U16 ára lið drengja vann í dag flottan 4-2 endurkomu sigur á Eistlandi. Liðin taka þátt í æfingamóti í Finnlandi þessa dagana og var þetta fyrsti leikur mótsins. Spilað var á Jari Litmanen Arena.
Eistland var 2-0 yfir í hálfleik en Ísland kom frábærlega til baka í seinni hálfleik og skoraði fjögur mörk. Benjamín Björnsson minnkaði muninn fyrir íslenska liðið þegar um klukkutími var liðinn af leiknum og það voru svo varamennirnir sem tryggðu Íslandi sigur.
Arnar Bjarki Gunnleifsson, sonur fyrrum landsliðsmannsins Gunnleifs Gunnleifssonar, skoraði tvö mörk og Bjarki Örn Brynjarsson skoraði eitt mark.
Ísland mætir næst Norður Írlandi á morgun og hefst sá leikur kl. 10:00 að íslenskum tíma. Ísland mætir svo heimamönnum í Finnlandi á föstudag í lokaleiknum.
Athugasemdir