Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
   sun 21. september 2025 17:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Varamaðurinn Martinelli bjargaði stigi í uppbótatíma
Mynd: EPA
Arsenal 1 - 1 Manchester City
0-1 Erling Haaland ('9 )
1-1 Gabriel Martinelli ('90 )

Arsenal fékk Man City í heimsókn í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Man City fékk draumabyrjun. Arsenal var í sókn en City vann boltann, Erling Haaland fékk boltann á eigin vallarhelmingi og sendi á Tijjani Reijnders. Haaland tók sprettinn í átt að vítateignum og fékk boltann aftur og skoraði framhjá David Raya.

Arsenal átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en Noni Madueke fékk tvö tækifæri undir lokin. Fyrst átti hann skot vel yfir markið úr góðu færi og síðan varði Gianluigi Donnarumma vel frá honum.

Arsenal menn komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik. Mikel Arteta gerði tvöfalda breytingu í hléinu en Bukayo Saka er kominn aftur eftir meiðsli og Eberechi Eze kom einnig inn á.

Donnarumma var í stuði í seinni hálfleiknum og varði nokkrum sinnum vel. Man City fékk einnig góð færi til að bæta við.

Það stefndi allt í nauman sigur Man City en í uppbótatíma átti Eze frábæra sendingu inn fyrir vörn City á Gabriel Martinelli sem vippaði boltanum snyrtilega yfir Donnarumma og í netið.

Martinelli kom inn á sem varamaður en hann átti frábæran leik gegn Athletic Bilbao á dögunum þar sem hann skoraði og lagði upp eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 5 5 0 0 11 5 +6 15
2 Tottenham 5 3 1 1 10 3 +7 10
3 Bournemouth 5 3 1 1 6 5 +1 10
4 Arsenal 5 3 0 2 9 2 +7 9
5 Man City 5 3 0 2 9 4 +5 9
6 Crystal Palace 5 2 3 0 6 2 +4 9
7 Chelsea 5 2 2 1 10 5 +5 8
8 Sunderland 5 2 2 1 6 4 +2 8
9 Fulham 5 2 2 1 6 5 +1 8
10 Everton 5 2 1 2 6 5 +1 7
11 Man Utd 5 2 1 2 6 8 -2 7
12 Leeds 5 2 1 2 4 7 -3 7
13 Newcastle 5 1 3 1 3 3 0 6
14 Brighton 5 1 2 2 6 8 -2 5
15 Nott. Forest 5 1 2 2 5 9 -4 5
16 Burnley 5 1 1 3 5 8 -3 4
17 Brentford 5 1 1 3 6 10 -4 4
18 Aston Villa 5 0 3 2 1 5 -4 3
19 West Ham 5 1 0 4 5 13 -8 3
20 Wolves 5 0 0 5 3 12 -9 0
Athugasemdir
banner