Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
   sun 21. september 2025 21:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Gylfi Þór hetja Víkinga - Markalaust í Garðabæ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í efri hlutanum í Bestu deildinni hófst í kvöld með tveimur leikjum. Stjarnan fékk FH í heimsókn og Víkingur fékk Fram í heimsókn.

Víkingur gat náð allt að fimm stiga forystu á toppnum í bili að minnsta kosti. Víkingur stjórnaði ferðinni í fyrri hálfleik en staðan var markalaus í hálfleik.

Víkingur fékk umdeilda vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik þar sem Karl Friðleifur sparkaði í Frey Sigurðsson en sá fyrrnefndi fékk vítaspyrnu. Viktor Freyr Sigurðsson gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna frá Helga Guðjónssyni.

Það var hins vegar dæmt ógilt þar sem Viktor var kominn af línunni. Helgi fékk annað tækifæri og í þetta sinn skoraði hann og kom Víkingi yfir.

Fram náði að jafna metin þegar Oliver Ekroth skallaði boltann beint á Jakob Byström sem skoraði. Stuttu síðar endurheimti Víkingur forystuna þegar Daníel Hafsteinsson sendi á Gylfa Þór Sigurðsson sem negldi boltanum í netið.

Rúnar Kristinsson fékk að líta rauða spjaldið undir lokin. Fleiri mörk urðu ekki skoruð og gríðarlega sterkur sigur hjá toppliði Víkinga.

Stjarnan er í harðri baráttu við Víking og Val um titilinn. FH-ingar byrjuðu leikinn vel en Stjörnumenn komust svo vel inn í leikinn í kjölfarið en staðan var markalaus í hálfleik.

Örvar Eggertsson náði skoti á markið inn í vítateignum í uppbótatíma en Mathias Rosenörn vel á verði og handsamaði boltann. Mörkin létu á sér standa og markalaust jafntefli niðurstaðan.

FH stöðvaði þar með fimm leikja sigurgögnu Stjörnunnar.

Víkingur er á toppnum með 45 stig, Stjarnan er í 2. sæti með 41 stig, stigi á undan Val sem á leik til góða gegn Breiðabliki á morgun. FH er í 5. sæti með 31 stig og Fram í 6. sæti með 29 stig.

Víkingur R. 2 - 1 Fram
1-0 Helgi Guðjónsson ('55 , víti)
1-1 Jakob Byström ('70 )
2-1 Gylfi Þór Sigurðsson ('79 )
Rautt spjald: Rúnar Kristinsson, Fram ('87)
Lestu um leikinn

Stjarnan 0 - 0 FH
Lestu um leikinn
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 23 13 6 4 49 - 28 +21 45
2.    Stjarnan 23 12 5 6 43 - 35 +8 41
3.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 23 8 7 8 41 - 35 +6 31
6.    Fram 23 8 5 10 33 - 33 0 29
Athugasemdir
banner