Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   þri 23. september 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þá er ómögulegt að ná Liverpool"
Mynd: EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, er hræddur um að engu liði takist að keppa við Liverpool að alvöru um Englandsmeistaratitilinn í ár.

Eftir 2-2 jafntefli gegn Brentford og 2-1 tap gegn Man Utd er Chelsea sjö stigum á eftir Liverpool sem er á toppnum með fullt hús stiga.

Liverpool keypti tvo leikmenn fyrir metfé í sumar en Florian Wirtz gekk til liðs við félagið frá Leverkusen fyrir 116 milljónir punda og á gluggadeginum gekk Alexander Isak til liðs við félagið frá Newcastle á 125 milljónir.

Þeir hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit en Isak er bara nýkominn af stað. Þrátt fyrir það er Liverpool í góðum málum en Hugo Ekitike hefur stolið senunni og skorað fjögur mörk í sjö leikjum.

„Ef þeir halda svona áfram þá tel ég að það sé ómögulegt að ná þeim, ekki bara fyrir okkur heldur öll lið," sagði Maresca.

„Þeir hafa gert frábæra hluti frá því í fyrra og leikmennirnir sem þeir hafa ákveðið að kaupa sýna að félagið ætlar sér að keppa aftur í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni, og það er alveg ljóst.“

Chelsea og Liverpool spila í enska deildabikarnum í kvöld. Chelsea heimsækir Lincoln City á meðan Liverpool fær Southampton í heimsókn.
Athugasemdir
banner