Breiðablik og Valur gerðu hádramatískt jafntefli á Hlíðarenda fyrr í kvöld. Valur jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar langt var liðið á uppbótartímann. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var svekktur að leik loknum.
„Svolítið 'Deja vu' frá leik hérna fyrir fjórum umferðum, sem gerir þetta ennþá sárara. Ég er að sama skapi stoltur af liðinu. Við mættum mjög orkumiklir og hugrakkir, mættum í maður á mann og stigum hátt á þá.“
„Spiluðum vel varnarlega og sóknarlega. Auðvitað ekki auðvelt að skora á Valsliðið. Þeir eru með fjögurra manna varnarlínu af fjórum mjög öflugum hafsentum, sem kunna að verja markið sitt og gerðu það vel.“
Breiðablik fékk á sig vítaspyrnu eftir að Valgeir Valgeirsson fékk boltann í hendina eftir hornspyrnu Vals. Í aðdraganda hornspyrnunnar fær Hólmar Örn Eyjólfsson boltann greinilega í hendina en ekkert var dæmt.
„Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en það kemur fyrirgjöf frá vinstri sem fer í teiginn og ég get ekki séð betur en að Hólmar fari upp og slái boltann með hendinni. Þaðan fer boltinn í Valgeir og þaðan kemur hornspyrnan sem vítið kemur upp úr. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, ég en þetta verður til þess að þeir fái hornspyrnuna sem vítið kemur upp úr.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
HVAÐ ER EG AÐ HORFA A? pic.twitter.com/MsEI0zRR0a
— Eysteinn Þorri (@eysteinnth) September 22, 2025
Athugasemdir