
Aitana Bonmati var valin besti leikmaðurinn á síðustu leiktíð á Ballon d'Or verðlaunahátíðinni í kvöld. Hún er sú fyrsta til að vinna verðlaunin þrjú ár í röð. Lionel Messi og Michel Platini eru þeir einu í karlaflokki sem hafa náð því.
Bonmati er leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins. Barcelona tapaði gegn Arsenal í úrslitum Meistaradeildarinnar og spænska landsliðið tapaði í úrslitum á EM gegn Englandi í sumar.
Bonmati er leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins. Barcelona tapaði gegn Arsenal í úrslitum Meistaradeildarinnar og spænska landsliðið tapaði í úrslitum á EM gegn Englandi í sumar.
Mariona Caldentey, landsliðskona Spánar og leikmaður Arsenal, var í öðru sæti. Enska landsliðskonan Alessia Russo, liðsfélagi Caldentey hjá Arsenal, var í 3. sæti. Fimm enskar landsliðskonur voru á topp tíu listanum.
Hannah Hampton, markvörður enska landsliðsins og Chelsea var valin besti markvörðurinn. Chelsea var enskur meistari á síðustu leiktíð.
Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari Englands, var valin besti þjálfarinn.
Three in a row for Aitana Bonmati ! Caldentey & Russo for the podium #ballondor pic.twitter.com/pRuV0OwFAo
— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025
Athugasemdir