Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
   mán 22. september 2025 12:29
Elvar Geir Magnússon
Ballon d’Or í kvöld - Búist við því að Dembele vinni
Ousmane Dembele, leikmaður PSG.
Ousmane Dembele, leikmaður PSG.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ousmane Dembele, leikmaður PSG, er samkvæmt öllum veðbönkum líklegastur til að vinna gullboltann. Hann átti magnað tímabil og var lykilmaður þegar PSG vann Meistaradeildina.

Verðlaunahátíðin verður í Théatre du Chatelet í París en hún er einskonar Óskarsverðlaunahátíð fótboltans. Athöfnin hefst 19:00 og verður sýnd á Viaplay og á Sýn Sport Viaplay.

Af þeim 30 sem eru tilnefndir til gullboltans eru níu leikmenn PSG en franska liðið slátraði Inter 5-0 í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Í öðru sæti í veðbönkum er Lamine Yamal, leikmaður Barcelona en eins og áður segir er búist við sigri Dembele.

Dembele steig rækilega upp þegar Kylian Mbappe yfirgaf franska félagið og skoraði hann 35 mörk á síðasta tímabili. Hann hjálpaði liðinu að vinna alla titla í Frakklandi og komast í úrslit á HM félagsliða.

Tilnefndir til Ballon d'Or
Ousmane Dembele (Paris St-Germain)
Gianluigi Donnarumma (Paris St-Germain)
Jude Bellingham (Real Madrid)
Desire Doue (Paris St-Germain)
Denzel Dumfries (Inter)
Serhou Guirassy (Dortmund)
Erling Haaland (Manchester City)
Viktor Gyokeres (Arsenal)
Achraf Hakimi (Paris St-Germain)
Harry Kane (Bayern München)
Khvicha Kvaratskhelia (Paris St-Germain)
Robert Lewandowski (Barcelona)
Alexis Mac Allister (Liverpool)
Lautaro Martinez (Inter)
Scott McTominay (Napoli)
Kylian Mbappe (Real Madrid)
Nuno Mendes (Paris St-Germain)
Joao Neves (Paris St-Germain)
Pedri (Barcelona)
Cole Palmer (Chelsea)
Michael Olise (Bayern Munich)
Raphinha (Barcelona)
Declan Rice (Arsenal
Fabian Ruiz (Paris St-Germain)
Virgil van Dijk (Liverpool)
Mohamed Salah (Liverpool)
Vinicius Jr (Real Madrid)
Florian Wirtz (Liverpool)
Vitinha (Paris St-Germain)
Lamine Yamal (Barcelona)
Athugasemdir
banner
banner