Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
   mán 22. september 2025 16:15
Elvar Geir Magnússon
Mourinho vill endurnýja kynnin við Benzema
Mynd: EPA
Franskir fjölmiðlar segja að Jose Mourinho hafi áhuga á því að endurnýja kynnin við sóknarmanninn reynslumikla Karim Benzema.

Benzema er 37 ára og Mourinho vill fá hann til Benfica eftir að hafa tekið við stjórnartaumunum hjá portúgalska liðinu nýlega.

Benzema er samningsbundinn Al-Ittihad í Sádi-Arabíu til sumarsins 2026. Spurning er hvort Benfica geti fengið hann í janúarglugganum eða þurfi að bíða til næsta sumars.

Benzema lék undir stjórn Mourinho hjá Real Madrid milli 2010 og 2013 með heldur betur góðum árangri.
Athugasemdir
banner