Giuseppe Marotta, forseti Inter, segir að það verði að rífa San Siro leikvanginn (Stadio Giuseppe Meazza) og endurbyggja hann frá grunni. Líkt og gert var við Wembley í London.
Marotta segir að Inter og AC Milan þurfi að fá nýjan leikvang enda sé San Siro barn síns tíma.
Marotta segir að Inter og AC Milan þurfi að fá nýjan leikvang enda sé San Siro barn síns tíma.
„Mílanóborg er með gríðarlegt aðdráttarafl en er að dragast aftur úr þegar kemur að fótboltamannvirkjum. Leikvangurinn er ekki lengur boðlegur fyrir úrslitaleiki," segir Marotta.
„Það verður að bera virðingu fyrir sögu San Siro, þarna hafa verið sögulegar stundir fyrir bæði félög. En það verður að horfa til framtíðar. Wembley var rifinn og endurbyggður og hér er þörf á að gera það sama."
Inter og Milan hafa komist að samkomulagi við borgaryfirvöld um að kaupa San Siro svæðið og hugmyndin er að rífa 91% af núverandi leikvangi og endurbyggja hann.
Athugasemdir