Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
banner
   þri 23. september 2025 12:02
Elvar Geir Magnússon
Þrýsta á að UEFA setji Ísrael í bann líkt og Rússland
Ísraelska landsliðið.
Ísraelska landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttir herma að Katar sé að þrýsta á framkvæmdastjórn UEFA að taka það til atkvæðagreiðslu að setja Ísrael í bann frá mótum á vegum sambandsins.

Þetta kemur í kjölfar þess að Ísraelsher gerði árás á byggingu í Doha, höfuðborg Katar, fyrr í þessum mánuði en Hamas liðar höfðu aðsetur í byggingunni.

Katar er einn stærsti fjárhagslegi bakjarl UEFA og vill að ísraelsk fótboltalið verði sett í bann, svipað og er með rússnesk lið í dag.

Ísraelska fótboltasambandið hefur neitað því að verið sé að endurskoða þátttökuleyfi þess. UEFA verst allra frétta en ljóst er að það er eitthvað í gangi bak við tjöldin.

Katarar eru sagðir vera að safna bandamönnum til að þrýsta á UEFA að setja Ísrael í bann en Þýskaland og Ungverjaland séu mótfallin því að atkvæðagreiðsla fari fram.

Eins og staðan er í dag mega ísraelsk lið ekki leika alþjóðlega leiki í landinu. Ísraelska landsliðið er að taka þátt í undankeppni HM og Maccabi Tel Aviv er í Evrópudeildinni.
Athugasemdir