Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi, að þá er það Bjarni fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
banner
   sun 21. september 2025 23:06
Gunnar Bjartur Huginsson
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Guðmundur Kristjánsson var öflugur í öftustu línu.
Guðmundur Kristjánsson var öflugur í öftustu línu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tók á móti FH á Samsungvellinum í Bestu deild karla í kvöld. Um var að ræða hörkuleik en bæði lið hafa verið á góðri siglingu upp á síðkastið. Niðurstaðan var markalaust jafntefli og er óhætt að segja að það hafi verið sanngjörn niðurstaða. 

Þetta var baráttuleikur, erfiður leikur. Við skoruðum færri mörk en við ætluðum okkur og fengum færri stig. Það er stundum þannig, við erum búnir að vinna marga leiki í röð og nú var það stoppað. Við þurfum að meta það hvað við gerðum vel í þessum leik og hvað við gerðum illa. Við þurfum aðeins að skoða hvað veldur og hvað við hefðum geta gert betur."


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  0 FH

Jökull Elísabetarson var fjarri góðu gamni á hliðarlínunni í kvöld en hann tók út leikbann. Það kom því í hlut Þórarins Inga Valdimarssonar að stýra liðinu í kvöld. Aðspurður hvort það breytti einhverju að hafa ekki aðalþjálfarann á hliðarlínunni sagði Þórarinn:

Það er góð spurning. Kannski hefðum við unnið, hefði hann verið með. Kannski hefðum við tapað, hefði hann verið með. Það er erfitt að segja en auðvitað viljum við hafa alla sem við getum með okkur. Við vorum með tvo leikmenn í banni og einn þjálfara. Auðvitað er alltaf betra að allir séu tiltækir en hvort það hafi verið afgerandi fyrir leikinn veit ég ekki. Klárlega vil ég frekar hafa hann á hliðarlínunni, heldur en upp í stúku. Hann gerir töluvert meira gagn þar, þó að það fari kannski betur um hann í stúkunni."

Þetta var fyrsti leikur efri hluta Bestu deildar karla eftir tvískiptingu og var því vel mætt og mikil spenna í loftinu. Það eru ansi margir sem hafa skoðun á tvískiptingunni en Guðmundi kann nokkuð vel við fyrirkomulagið. 

Það hljóta allir að hafa skoðun á þessu fyrirkomulagi. Ég sjálfur myndi vilja að spila þéttar, hafa styttra bil á milli leikja og halda meiri spennu. Ég væri til í það og held að það myndi auka spennu í mótinu."

Viðtalið má finna í spilaranum að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner