Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
   mán 22. september 2025 23:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Napoli eina liðið með fullt hús stiga - McTominay lagði upp
McTominay í leiknum í kvöld
McTominay í leiknum í kvöld
Mynd: EPA
Napoli 3 - 2 Pisa
1-0 Billy Gilmour ('39 )
1-1 M'Bala Nzola ('59 , víti)
2-1 Leonardo Spinazzola ('73 )
3-1 Lorenzo Lucca ('82 )
3-2 Lorran ('90 )

Napoli er eina liðið sem er með fullt hús stiga í ítölsku deildinni eftir sigur á nýliðum Pisa í kvöld.

Billy Gilmour kom Napoli yfir undir lok fyrri hálfleiks. M'Bala Nzola jafnaði metin úr vitaspyrnu. Leonardo Spinazzola kom Napoli aftur yfir þegar hann skoraði með skoti fyrir utan teiginn.

Undir lok venjulegs leiktíma innsiglaði Lorenzo Lucca sigur Napoli. Scott McTominay sendi á hann og Lucca skoraði með skoti upp í þaknetið úr teignum.

Lorran náði að klóra í bakkann fyrir Pisa í blálokin. Napoli er með 12 stig eftir fjórar umferðir á toppnum, tveimur stigum á undan Juventus. Pisa er með eitt stig í næst neðsta sæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 4 4 0 0 9 3 +6 12
2 Juventus 4 3 1 0 8 4 +4 10
3 Milan 4 3 0 1 7 2 +5 9
4 Roma 4 3 0 1 3 1 +2 9
5 Atalanta 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Cremonese 4 2 2 0 5 3 +2 8
7 Cagliari 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Como 4 2 1 1 5 3 +2 7
9 Udinese 4 2 1 1 4 5 -1 7
10 Inter 4 2 0 2 11 7 +4 6
11 Bologna 4 2 0 2 3 3 0 6
12 Torino 4 1 1 2 1 8 -7 4
13 Lazio 4 1 0 3 4 4 0 3
14 Sassuolo 4 1 0 3 4 7 -3 3
15 Verona 4 0 3 1 2 6 -4 3
16 Genoa 4 0 2 2 2 4 -2 2
17 Fiorentina 4 0 2 2 3 6 -3 2
18 Parma 4 0 2 2 1 5 -4 2
19 Pisa 4 0 1 3 3 6 -3 1
20 Lecce 4 0 1 3 2 8 -6 1
Athugasemdir