
Keflavík vann 3-0 útisigur gegn Njarðvík í umspili Lengjudeildarinnar í gær og komst þar með í úrslitaleikinn.
Umdeild atvik átti sér stað í aðdraganda annars marks Njarðvíkur. Keflavík fékk óbeina aukaspyrnu inn í teig Njarðvíkur eftir að Þórður Þorsteinsson Þórðarson dómari leiksins mat það sem svo að varnarmaður heimamanna, Sigurjón Már Markússon, hefði átt sendingu til baka á Aron Snæ Friðriksson markmann sem tók boltann í hendurnar.
Upp úr aukaspyrnunni skoraði Keflavík annað mark sitt í leiknum.
Hér að neðan má sjá myndband frá Víkurfréttum en í upphafi þess sést þetta atvik vel. Einnig eru fleiri svipmyndir frá þessum grannaslag.
Umdeild atvik átti sér stað í aðdraganda annars marks Njarðvíkur. Keflavík fékk óbeina aukaspyrnu inn í teig Njarðvíkur eftir að Þórður Þorsteinsson Þórðarson dómari leiksins mat það sem svo að varnarmaður heimamanna, Sigurjón Már Markússon, hefði átt sendingu til baka á Aron Snæ Friðriksson markmann sem tók boltann í hendurnar.
Upp úr aukaspyrnunni skoraði Keflavík annað mark sitt í leiknum.
Hér að neðan má sjá myndband frá Víkurfréttum en í upphafi þess sést þetta atvik vel. Einnig eru fleiri svipmyndir frá þessum grannaslag.
Lestu um leikinn: Njarðvík 0 - 3 Keflavík
Allt það helsta úr leiknum:
Athugasemdir