Ousmane Dembele, leikmaður PSG, var valinn besti leikmaðurinn á síðustu leiktíð á Ballon d'Or verðlaunahátíðinni í gær.
Níu leikmenn úr liði PSG sem vann þrennuna á síðustu leiktíð komu til greina en Dembele stóð uppi sem sigurvegari.
Níu leikmenn úr liði PSG sem vann þrennuna á síðustu leiktíð komu til greina en Dembele stóð uppi sem sigurvegari.
Það kom upp skrítin staða fyrir PSG um helgina þar sem það þurfti að fresta leik liðsins gegn Marseille vegna veðurs en hann átti að fara fram á sunnudaginn,
Hann var hins vegar spilaður á sama tíma og verðlaunahátíðin fór fram. PSG tapaði leiknum 1-0 og var þetta fyrsta tap liðsins eftir fimm umferðir.
Nokkrir af leikmönnum liðsins sem voru tilnefndir til Ballon d'Or verðlaunana gátu ekki mætt á hátíðina þar sem þeir voru að spila.
Demble, Desire Doue og Joao Neves voru viðstaddir en Doue og Neves voru í 2. og 3. sæti í baráttunni um verðlaunin besti ungi leikmaðurinn sem Lamine Yamal vann. Þeir eru allir á meiðslalistanum.
Athugasemdir