Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
banner
   mán 22. september 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Akureyri.net 
Brann hefur áhuga á Einari Frey - Á leið í heimsókn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Einar Freyr Halldórsson, leikmaður Lengjudeildarmeistara Þórs, er á leið til norska félagsins Brann þar sem hann mun æfa í nokkra daga. Þetta kemur fram á Akureyri.net.

Einar Freyr fagnaði 17 ára afmælinu sínu í síðustu viku en hann átti frábært tímabil í sumar og var einn af lykilmönnum Þórs sem vann Lengjudeildina.

Hann kom við sögu í 16 leikjum og skoraði tvö mörk, annað markið var sigurmark gegn Fylki þar sem hann negldi boltanum í netið fyrir utan teiginn og hitt beint úr aukaspyrnu gegn Völsungi. Hann hefði hæglega getað spilað meira ef það hefði ekki verið fyrir meiðsli og þá var hann æfingamóti með U19 í Slóveníu fyrr í þessum mánuði.

Freyr Alexandersson er þjálfari Brann og hefur mikinn áhuga á að fá Einar til sín. Það er þó enginn samningur á borðinu, Einar heldur til Noregs ásamt Sigurði Heiðari Höskuldssyni þjálfara Þórs og æfir með norska liðinu í nokkra daga.

Brann er í þriðja sæti norsku deildarinnar með 43 stig eftir 21 umferð. Liðið er sex stigum á eftir toppliði Bodö/Glimt og á einn leik til góða. Eggert Aron Guðmundsson og Sævar Atli Magnússon eru á mála hjá félaginu.
Athugasemdir
banner