Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
   sun 21. september 2025 22:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vigdís Lilja lagði upp og skoraði í stórsigri
Kvenaboltinn
Mynd: Anderlecht
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir átti frábæran leik þegar Anderlecht valtaði yfir Genk 6-0 í belgísku deildinni í gær.

Anderlecht var með mikla yfirburði og hefði getað skorað enn fleiri mörk.

Vigdís lagði upp fjórða markið þegar Mickaella Cardia skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Vigdísi. Vigdís skoraði síðan sjötta mark liðsins þegar hún renndi boltanum framhjá markverði Genk.

Anderlecht er með sex stig eftir tvær umferðir. Flest lið eru búin að spila þrjá leiki en Anderlecht er á toppnum.

Sandra María Jessen spilaði 81 mínútu þegar Köln tapaði 2-1 gegn Wolfsburg í þýsku deildinni í dag. Köln er á botninum án stiga eftir þrjár umferðir.
Athugasemdir
banner
banner