Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
banner
   mán 22. september 2025 13:53
Elvar Geir Magnússon
Hlýtur lögregluvernd vegna reiðra stuðningsmanna
Hakan Mild er fyrrum landsliðsmaður Svía en hér er hann í landsleik 1999.
Hakan Mild er fyrrum landsliðsmaður Svía en hér er hann í landsleik 1999.
Mynd: EPA
Hakan Mild, framkvæmdastjóri Gautaborgar í Svíþjóð, hlýtur sérstaka lögregluvernd þessa dagana en hann hefur fengið líflátshótanir frá reiðum stuðningsmönnum.

Harðkjarna stuðningsmenn Gautaborgar hafa verið með ógnandi hegðun í garð Mild. Fram hafa farið mótmæli þar sem afsagnar hans er krafist.

Hópur stuðningsmanna fengu ekki að mæta inn á leikvanginn á leik gegn Brommapojkarna með borða þar sem kalla átti eftir því að Mild myndi hætta. Þá hættu stuðningsmennirnir við að mæta á leikinn og stóðu frekar fyrir mótmælum á torgi í Gautaborg.

Stuðningsmannahópurinn fundaði fyrst með Gautaborgarfélaginu síðasta vetur og lýsti yfir óánægju með hvernig Mild væri að stýra félaginu.

Gautaborg er í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en Kolbeinn Þórðarson er meðal leikmanna liðsins.
Athugasemdir
banner
banner