Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   þri 23. september 2025 10:22
Elvar Geir Magnússon
Madueke frá í tvo mánuði
Mynd: EPA
The Athletic greinir frá því að sóknarleikmaðurinn Noni Madueke verði frá í tvo mánuði vegna meiðsla í hné sem hann hlaut gegn Manchester City.

Miðað við þennan tímaramma mun Madueke missa af að minnsta kosti ellefu leikjum Arsenal auk þess sem hann missir af leikjum enska landsliðsins í undankeppni HM.

Arsenal hefur þegar misst Kai Havertz í hnemeiðsli og var án Martin Ödegaard á sunnudag þar sem hann er meiddur á öxl. Auk þess er Gabriel Jesus á meiðslalistanum.

Madueke var keyptur frá Chelsea í sumar á 48,5 milljónir punda og leysti Saka af meðan hann var meiddur.

Madueke hefur nýst vel síðan hann var keyptur til Arsenal og þá lék hann vel fyrir enska landsliðið í síðasta landsliðsglugga.
Athugasemdir