Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   sun 21. september 2025 22:02
Kári Snorrason
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Víkings í 2-1 sigri á Fram fyrr í kvöld. Víkingur er með fjögurra stiga forystu á toppi Bestu-deildarinnar, Gylfi mætti að vonum ánægður í viðtal að leik loknum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Fram

„Þetta var mjög erfitt. Kannski gerir þetta aðeins sætara að skora svona seint í uppbótartíma og að ná að halda út í lokin. Við spilum á móti mjög öflugu varnarlega vel skipulögðu liði. Eftir markið þeirra í seinni hálfleik vorum við heppnir og ekki heppnir. Við erum ánægðir með þrjú stig.“

Víkingur fékk umdeilda vítaspyrnu.

„Ég sá bara klafs, sá ekki hvor sparkaði í hvern. Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur þannig það er mjög erfitt að dæma um þetta. Ég held að það sé tímabært fyrir dómarana að fá einhvers konar VAR hjálp. Þetta er nógu erfitt starf. Eins og til dæmis körfuboltinn er með þetta á Íslandi. Ég hlýt að geta haldið því fram að það sé hægt að setja þetta upp fyrir fótboltann líka.“

Víkingur er á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot.

„Það þýðir tvö stig, ekkert annað en það samt. Það eru fjórir leikir eftir og nóg af stigum til að spila fyrir. Við eigum hörkuleik næsta mánudag og við gerum okkur klára fyrir hann.“

Viðtalið við Gylfa má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner