Heimild: Daily Mail
Anderson, fyrrum leikmaður Manchester United, á í hættu á að sæta 30 daga fangelsisvistar vegna ógreidds meðlags.
Brasilíumaðurinn á yfir höfði sér fangelsisdóminn nema hann greiði um 142 þúsund pund, rúmlega 23 milljónir króna, sem hann er sagður skulda.
Brasilíumaðurinn á yfir höfði sér fangelsisdóminn nema hann greiði um 142 þúsund pund, rúmlega 23 milljónir króna, sem hann er sagður skulda.
Úrskurðurinn var kveðinn í upphafi mánaðar af dómara í Porto Alegre, heimabæ Anderson í Brasilíu, en málið komst í hámæli nú í vikunni.
Anderson lék með Manchester United á árunum 2007-2015, hann spilaði yfir hundrað leiki fyrir félagið og þótti mikið efni.
Hann lagði skóna á hilluna árið 2020, aðeins 31 árs gamall en hann hefur átt í nægu að snúast eftir að ferlinum lauk, en hann er nú níu barna faðir.
Anderson hefur áður komist í kast við lögin en árið 2020 var hann einn af átta sem sakaðir voru um að hafa þvegið um 4,7 milljónir punda með rafmyntum. Staða rannsóknar á því máli er þó óljós.
Athugasemdir