Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
banner
   mán 22. september 2025 18:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hátt fall hjá Bellingham og Vinicius - Palmer einn af tíu bestu
Mynd: EPA
Ballon d'Or verðlaunahátíðin fer fram í kvöld klukkan 19 og er sýnd á Viaplay og Sýn Sport Viaplay. Ousmane Dembele er samkvæmt veðbönkum líklegastur til að vinna Gullboltann en hann átti stórkostlegt tímabil með PSG sem vann Meistaradeildina.

30 leikmenn voru tilnefndir og það er búið að gefa út hvaða leikmenn höfnuðu í 11. - 30. sæti.

Rodri hreppti verðlaunin á síðasta ári en hann er ekki tilnefndur í ár þar sem hann barðist mikið við meiðsli á síðustu leiktíð.

Real Madrid mennirnir Vinicius Junior hafnaði í 2. sæti og Jude Bellingham í 3. sæti. Þeir hafa hins vegar fallið langt niður listann í ár. Bellingham er í 23. sæti og Vinicius í 16. sæti.

Erling Haaland var í 5. sæti í fyrra en er í 26. sæti í ár.

Cole Palmer, Mohamed Salah og Gianluigi Donnarumma eru meðal leikmanna á topp tíu. Lamine Yamal er í 2. sæti hjá veðbönkum.


Athugasemdir
banner