Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
banner
   sun 21. september 2025 17:06
Brynjar Ingi Erluson
Arna komin á blað í Noregi - Amanda og Diljá lögðu upp
Kvenaboltinn
Arna skoraði fyrsta mark sitt með skalla
Arna skoraði fyrsta mark sitt með skalla
Mynd: Vålerenga
Diljá lagði upp hjá Brann
Diljá lagði upp hjá Brann
Mynd: Brann
Arna Eiríksdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir norska liðið Vålerenga í 4-0 sigri á Kolbotn í úrvalsdeildinni í dag.

Landsliðskonan samdi við Vålerenga eftir að hafa gert stórkostlega hluti með FH þar sem hún gegndi hlutverki fyrirliða og fór í bikarúrslit með liðinu í síðasta mánuði.

Hún lék sinn fyrsta leik á dögunum í umspili Meistaradeildar Evrópu gegn Ferencvaros og skoraði síðan sitt fyrsta mark í dag með skalla eftir hornspyrnu á 54. mínútu.

Arna og Sædís Rún Heiðarsdóttir byrjuðu leikinn, en Sædís fór af velli þegar hálftími var til leiksloka.

Diljá Ýr Zomers lagði upp mark af bekknum í 5-1 stórsigri Brann á Lilleström.

Framherjinn kom inn af bekknum í hálfleik og lagði upp mark þriðja markið fyrir Brennu Lovera, fyrrum leikmann ÍBV og Selfoss. Lovera skoraði tvö og lagði upp eitt í leiknum.

María Þórisdóttir kom einnig inn af tréverkinu hjá Brann, en hún er dóttir Þóris Hergeirssonar, eins sigursælasta þjálfara í sögu kvennahandboltans.

Brann er á toppnum með 56 stig og Vålerenga í öðru með 59 stig.

Amanda Andradóttir byrjaði hjá Twente sem slátraði NAC Breda, 6-0, í hollensku úrvalsdeildinni.

Landsliðskonan vann þrefalt með Twente á síðasta tímabili og fer þetta tímabil heldur betur vel af stað.

Amanda lagði upp sjötta og síðasta markið og er Twente með fullt hús stiga þegar tvær umferðir eru búnar.

Ísabella Sara Tryggvadóttir kom inn af bekknum hjá Rosengård sem tapaði fyrir Häcken, 3-0, í sænsku úrvalsdeildinni. Fanney Inga Birkisdóttir var á varamannabekk Häcken sem er í 3. sæti með 40 stig en Rosengård, sem slátraði deildinni á síðustu leiktíð, í 11. sæti með 18 stig.
Athugasemdir
banner
banner