Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
banner
   sun 21. september 2025 18:31
Gunnar Bjartur Huginsson
Byrjunarlið Stjörnunnar og FH: Jökull gerir þrjár breytingar - Heimir breytir ekki frá síðasta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tekur á móti FH á Samsungvellinum klukkan 19:15 í kvöld. Um er að ræða stórleik en Stjörnumenn hafa verið funheitir undanfarið og stimplað sig inn í toppbaráttuna. FH-ingar hafa sömuleiðis verið á góðri siglingu og er því búist við hörkuleik. 

Jökull Elísabetarson gerir þrjár breytingar á liði Stjörnunnar. Alex Þór Hauksson, Þorri Már Þórisson og Sindri Þór Ingimarsson koma inn í byrjunarliðið í stað Samúels Kára Friðjónssonar sem fékk rautt spjald í seinasta leik. Alex Þór Hauksson sem hefur verið að glíma við meiðsli kemur inn í stað Guðmundar Baldvins Nökkvasonar sem tekur út leikbann. Damil Dankerlui dettur út í liðinu og er utan hóps í dag. 

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH gerir enga breytingu frá síðasta leik.

Athugasemdir
banner
banner