Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
Jói Hreiðars: Þær fengu of auðveld færi
   sun 21. september 2025 18:24
Haraldur Örn Haraldsson
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Þetta er bara frábært, það er það sem er skemmtilegt við þetta fyrirkomulag. Að geta spilað alvöru úrslitaleik á Laugardalsvelli, það er geðveikt, ég er mjög spenntur fyrir þessu," sagði Ívar Örn Jónsson leikmaður HK eftir 3-2 sigur gegn Þrótturum, sem tryggði HK áfram í úrslit umspilsins í Lengjudeildinni.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 HK

HK var að spila sinn þriðja leik við Þrótt á skömmum tíma, en HK tókst að vinna alla þessa leiki.

„Uppleggið var mjög svipað og í fyrri leiknum, og þegar við spiluðum við þá í deildinni. Það var aðeins öðruvísi að koma inn í þennan leik einu marki yfir. Þannig við þurftum að vera tilbúnir í það að vera forystuna eins og við gerðum svona síðustu 10 mínúturnar. Heilt yfir þá ætluðum við bara að stíga upp á þá, og ekki vera að fara í einhverjar skotgrafir. Það boðar ekki gott þegar maður er í svona einvígum," sagði Ívar.

Ívar lagði upp tvö mörk hjá HK í dag, bæði úr hornspyrnum.

„Hornin hafa verið að detta svona við og við, það skilaði sér í dag. Mér fannst við eiga inni eftir fyrri leikinn, við vorum fyrstir á mikið af þessum boltum í hornspyrnum og það er bara æðislegt að sjá hann syngja í netinu tvisvar í dag," sagði Ívar.

Ívar var með fyrirliðabandið í dag og er með reyndari mönnum liðsins. Meðalaldurinn á byrjunarliðinu var 23 ára með Ívari sem er 30 ára gamall.

„Það er bara frábært að við gefum þessum ungu strákum mikið tækifæri og þeir hafa bara staðið sig frábærlega í sumar, allir með tölu í rauninni. Manni finnst maður vera full gamall oft þegar maður er í liði þar sem meðalaldurinn er bara 22. En bara heilt yfir er þetta bara geggjað," sagði Ívar.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner