Liverpool er með fimm stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki helgarinnar. Troy Deeney sérfræðingur BBC hefur sett saman úrvalslið umferðarinnar.
Markvörður: Martin Dubravka (Burnley) - Átti frábærar vörslur í 1-1 jafntefli gegn Nottingham Forest. Ef Burnley mun halda sér uppi verður það vegna hans.
Varnarmaður: Tyrick Mitchell (Crystal Palace) - Skoraði fallegt mark gegn West Ham og hljóp upp og niður vænginn í 90 mínútur. Einn besti varnarmaður deildarinnar einn gegn einum.
Varnarmaður: Marcos Senesi (Bournemouth) - Feikilega mikilvægur fyrir Bournemouth sem gerði 0-0 jafntefli gegn Newcastle.
Varnarmaður: Sven Botman (Newcastle) - Besti miðvörður Newcastle en vandamálið er að hann á erfitt með að halda sér frá meiðslalistanum.
Miðjumaður: Ryan Gravenberch (Liverpool) - Einn besti mðjumaður deildarinnar um þessar mundir. Skoraði í sigrinum gegn Everton.
Miðjumaður: Anton Stach (Leeds) - Hefur komið með kraft inn í lið Leeds og skoraði í sigri gegn Úlfunum.
Miðjumaður: Bruno Fernandes (Manchester United) - Skoraði sitt 100. mark fyrir félagið í sigrinum gegn Chelsea. Fyrirliðinn steig upp. Hvar væri Manchester United án hans? Fallið. Það er svarið.
Sóknarmaður: Wilson Isidor (Sunderland) - Hefur tekið skrefið upp í úrvalsdeildina frábærlega. Skoraði í 1-1 jafntefli gegn Aston Villa.
Sóknarmaður: Hugo Ekitike (Liverpool) - Hefur farið frábærlega af stað hjá Liverpool og er alltaf líklegur til að skora. Skoraði einmitt í sigrinum gegn Everton.
Athugasemdir