Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   sun 21. september 2025 22:20
Kári Snorrason
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var rekinn af velli í 2-1 tapi Fram gegn Víkingum fyrr í kvöld. Hann kom engu að síður í viðtal að leik loknum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Fram

„Sorglegt tap. Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði, hversu mikið þeir lögðu mikið í þetta og hversu öflugir þeir voru. Við náðum að loka vel á Víkinga, þeir opnuðu okkur kannski tvisvar, þrisvar í fyrri hálfleik en nýttu ekki þá sénsa. Í síðari hálfleik fannst mér þeir ekki opna okkur neitt og leikurinn í jafnvægi.“

Fram fékk á sig umdeilda vítaspyrnu.

„Það er ákvörðun dómarans, sem er að mínu mati besti dómari landsins, hann leyfir oftast smá hörku sem er flott. Ég held að hann hafi gert stór mistök í að dæma vítaspyrnu. Í kjölfarið vilja þeir að markvörðurinn okkar hafi hreyft sig of snemma af línunni, ef svo er þá hlýtur það að vera rétt.“

„Ég set spurningamerki við aðhlaup Helga líka, hann nánast stoppar í aðhlaupinu sem er bannað líka. Menn gleyma stundum að horfa á það líka. Ég er ekki viss um að þeir hafi horft á spyrnumanninn.“


Rúnar fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks.

„Ég missti mig aðeins. Alex og Helgi lenda í samstuði, Alex er hrint í bakið og lendir hné í hné við Helga sem liggur sárkvalinn eftir. Dómarinn dæmir ekki og leikurinn heldur áfram. Svo því að Helgi er kvalinn og dómarinn stoppar leikinn. Allt í einu dæmir hann aukaspyrnu og gefur Alexi gult spjald þegar hann ætlaði ekki að dæma. Það fyllti aðeins mælinn. Þetta var bara hluti leiksins. Svo var ég búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner